Hvað er Furry?

Við köllum það stundum loðbolta á íslensku, en það er einfaldlega áhugamál á persónum sem eru dýr með mannlega eiginleika. Að vilja vera slík persóna er hvernig það byrjar oft, að búa sér til persónu.

Hvar kynnist fólk slíkum persónum?
Hvernig dettur fólk inn í þetta áhugamál?

Teiknimyndir

Mikki Mús, My little Pony, BNA, Gargoyles, Beastars, Cartoon Network, Blæja, flest allt barnaefni…

Bíómyndir

Disney, Dreamworks, Warner Bros, Pixar, Ghibli Studios…

Tölvuleikir

Animal Crossing, Sonic the Hedgehog, Ratchet & Clank, Crash Bandicoot, Pokémon…

Myndasögur

Andrés Önd, Hellboy, Lackadaisy, Skin Deep,

Af hverju vill fólk vera loðboltar?

Það er mjög frelsandi að geta sloppið frá sínu daglega lífi og verið eitthvað annað. Það er merkilegt hvað það gerir gott fyrir sjálfstraust og samskipti við aðra, að geta sett sig í ham persónu sem þú hefur skapað til að vera allt sem þig dreymir um að vera.

Ljósmynd/Daníel Pétursson

Hafa gaman saman.

Það er ekki óalgengt að fólkið sem finnur sig sem loðbolta séu utangarðs í daglegu lífi af ýmsum ástæðum og eiga erfitt með að gera félagslegar tengingar venjulega. Að vera í kringum aðra sem eru að kljást við svipaðar aðstæður getur gert mikið til að brjóta fólk út úr skelinni og leyfa sinni innri persónu að skína í gegn.