Búningar

Búningar fólks í þessu loðbolta dæmi eru vissulega áberandi og dregur athygli að áhugamálinu, en það er engan veginn skilyrði til vera með. Í raun og veru er það minnihluti af meðlimum sem hefur búninga. Það ætti enginn að telja það nauðsynlegt að redda sér búning áður en þau leyfa sér að taka þátt í þessum hóp, sérstaklega ekki að koma sér í skuld til að fjárfesta í slíkum búningum.

Flestir geta hvort er eð ekki pantað sér slíka búninga fyrr en þau eru allavega orðin 18 ára og sjálfráða, búningahönnuðir draga flestir línuna þar. Ástæðan er mikið til vegna fjárhagslegs öryggis og að mikil vinna fer í sköpun slíks búnings, verst væri að passa ekki lengur í búninginn eftir nokkur ár.

Margir prófa sig áfram með að föndra sér grímur til að byrja með, það er merkilegt hversu langt maður kemst með pappír og málingu. Það er gaman að föndra og það gerir sköpunarverkið ennþá persónulegra. Einnig er hægt að skapa mjög fágaðar og flottar grímur með pappír, það ætti ekki að gera lítið úr slíku föndri.