Saga Hópsins

Það er hægt að rekja sögu IcelandFurs (sem kallast einnig IceFurs og Icelandic Furries) alla leið til 2006. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem hópurinn myndaðist formlega og tók up nafnið IcelandFurs.

Sá sem átti heiðurinn á að smala saman upphaflegum meðlimum hópsins árið 2006 kallast Redward. Þetta byrjaði smátt, hittingar í Kringlunni eða álíka stöðum, flestir með skissubækur og penna til þess að hanga saman meðan fólk teiknaði. Stundum voru þessir hittingar haldnir í kringum heimsóknir erlendra loðbolta, til að skemmta þeim.

Gaman er að nefna að hann Kjartan Arnórsson (einnig þekktur sem Karnó) mætti á einn fyrsta hittinginn, sem er þekktur íslenskur myndasöguhöfundur sem flutti til Bandaríkjana sem hefur örugglega verið lengst allra Íslendinga í furry samfélaginu svo við vitum.

Það er gaman að því þegar meðlimir hópsins koma saman til þess að skipuleggja hittinga eða fara saman á skemmtilegar samkomur og viðburði bæði innanlands og erlendis, þar sem hópurinn sjálfur skapar umhverfi sem leyfir fólki að skemmta sér saman.

Mikil hefð hefur verið á því að skipuleggja sumarbústaðarferð á hverju ári síðan 2013 fyrir fullorðna meðlimi hópsins. Ekki löngu eftir það var IcelandFurs komið á Telegram, sem tók alveg yfir sem helsti samfélagsmiðill hópsins. Hópurinn var farinn að vaxa ört upp úr þessu.

Árið 2019 sameinaðist hópurinn öðrum hóp af íslenskum loðboltum, sem kallaðist IceFurs. Discord spjall var stofnað fyrir hópinn á þessum tímamótum sem hefur vaxið ört og hefur nú um 190 skráða meðlimi árið 2025.

Hópnum er stýrt af sjálfboðaliðum sem vinna saman með það markmið að skapa gott umhverfi fyrir meðlimi hópsins.

Fjölmiðlar

Í gegnum árin hafa loðboltarnir sprottið upp í fjölmiðlum og sjónvarpsefni.