Það er hægt að rekja sögu IcelandFurs (sem kallast einnig IceFurs og Icelandic Furries) alla leið til 2006. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem hópurinn myndaðist formlega og fékk nafnið IcelandFurs.
Sá sem átti heiðurinn á að smala saman upphaflegum meðlimum hópsins árið 2006 kallast Redward. Þetta byrjaði smátt, hittingar í Kringlunni eða álíka stöðum, flestir með skissubækur og penna til þess að hanga saman meðan fólk teiknaði. Stundum voru þessir hittingar haldnir í kringum heimsóknir erlendra loðbolta, til að skemmta þeim.
Gaman er að nefna að hann Kjartan Arnórsson (einnig þekktur sem Karnó) mætti á einn fyrsta hittinginn, sem er þekktur íslenskur myndasöguhöfundur sem flutti til Bandaríkjana sem hefur örugglega verið lengst allra Íslendinga í furry samfélaginu svo við vitum.
Það er gaman að því þegar meðlimir hópsins koma saman til þess að skipuleggja hittinga eða fara saman á skemmtilegar samkomur og viðburði bæði innanlands og erlendis. Mikil hefð hefur verið á því að koma saman í sumarbústað á hverju ári fyrir fullorðna meðlimi hópsins síðan 2013.
Árið 2019 sameinaðist hópurinn öðrum hóp af íslenskum loðboltum, sem kallaðist IceFurs. Það kallaði á breytingar á skipulagi stjórnar hópsins, svo það væri ekki lengur einhver tilskipaður stjórnandi. Hópnum er stýrt af sjálfboðaliðum sem vinna saman með það markmið að skapa gott umhverfi fyrir meðlimi hópsins. Discord spjall var stofnað fyrir hópinn á þessum tímamótum sem hefur vaxið ört og hefur nú um 190 skráða meðlimi árið 2025.
Fjölmiðlar
Í gegnum árin hafa loðboltarnir sprottið upp í fjölmiðlum og sjónvarpsefni.
- Jóhanna þjóðfræðinemi skrifaði greinina “hvað er ‘furry’ annars?” á Vísir sem hefur fengið athygli
- DV skrifar um greinina og gerðu stutt útvarpsviðtal við hana um málið
- NordicFuzzCon styður Dýrahjálp með fjaröflunarviðburðum á samkomu sinni árið 2025.
- Það safnaðist 6,2 milljónir íslenskra króna (462þús sænskar).
- Stöð2 var með seríuna Afbrigði, þar sem áhugamálið okkar kom upp í fjórða þætti.
- Ingileif Friðriksdóttir tók viðtölin, “Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram“
- RÚV var með seríuna Nörd í Reykjavík, þar sem áhugamálið kom upp.
- Meðlimur hópsins var gestur á útvarpsþættinum K100, “Segjir reynt að sverta orðspor íslenskra loðbolta“
- Fréttablaðið birti greinina “Nýr formaður Furries“
- Hún.is birti greinina “Furries mæta fordómum“
- Stundin birti greinina “Íslenska loðfólkið óttast að vera afhjúpað“