Heimar og Himingeimar 2025 er samkoma sem var haldin í lok ágúst á bókasafninu í Hafnarfirði. Þar fengu búningaáhugafólk að láta ljós sitt skína, það var jafnvel fyrirlestur um gerð furry búninga í boði Huffle_160! Þetta var alveg æðisleg upplifun og gaman að vita að það er strax verið að undirbúa sig fyrir samkomuna á næsta ári!
Lífið er leiksvið, fötin skapa manninn, og maðurinn er aldrei of gamall til að leika sér. Finnst þér gaman að klæða þig upp? Í hvað sem er! Komdu, vertu með! Við ætlum að missa okkur í öllu sem er skemmtilegt við búninga, hvers konar, allt frá kvikmyndabúningum til Larp-Fantasíuklæðnaðs, til sögulegar endursköpunar, og Japanskt cosplay, props/leikmunagerðar, buffervopna, sögulegra skylminga, geislaverðaskylminga…bara allt!












