Hvað er “Furry”?

Hvað er Furry-fyrirbærið?

Fólki finnst svo auðvelt að gera grín af því sem það skilur ekki, jafnvel niðurlægja og leggja í einelti.

Þetta er ekkert nýtt á nálinni, en með tilkomu heimsvefsins þá hefur það blómstrað og finnst víða. Flestir væru sammála að undirstaðan að þessu áhugamáli eru persónugerfingar dýra og hlutverkaleikir sem dýrslegar persónur. Persónugerfingar (anthropomorphic characters) eru svo algengir að líklegt er að einhverjir af þínum uppáhalds teiknimyndum/bíómyndum/leikjum innihalda einhverja svona persónugerfinga. Svo þetta er ekkert nýtt fyrirbæri.

Hér eru örfá dæmi sem innihalda slíka persónugerfinga:

  • My Little Pony, margt frá Dreamworks (Kung fu Panda, Madagaskar) og Warner Bros (Loony Toons, Happyfeet), flest á Cartoon Network, og nánast allt frá Disney …
  • Who framed Roger Rabbit, The island of dr. Moreau, Alice in Wonderland, Star Wars, An American Tail
  • Sonic the Hedgehog, Ratchet & Clank, Jak & Daxter, Crash Bandicoot, Animal Crossing, Okami, Pokemon…

Flestir búa sér til persónur byggðar á sínum uppáhalds fyrirmyndum og þessar persónur eða hliðarsjálf hafa oft annan persónuleika á einhvern hátt eða algjörlega, jafnvel af gagnstæðu kyni. Fólk fer oft í einhvern hlutverkaleik (roleplay) til að leika persónurnar, sérstaklega þegar það hefur búninga við höndina. Fyrir suma er þetta jafnvel einskonar sálræn meðferð til að finna félagskap og bæta sjálfstraust vegna þess að það er ekki óalgengt að þeir sem finna sig í furry-samfélaginu séu utangarðs í daglegu lífi.

Er þetta virkilega svo saklaust áhugamál?

Algjörlega. Kjarni furry-samfélagsins snýst um listræna hæfileika og listaunnendur. Fólki finnst einstaklega gaman að sjá persónurnar sínar koma til lífs í myndum og safna oft þannig myndum. Ein stærstu listaverkin eru svo heilu búningarnir sem fólk hefur af persónunum sínum.

Furry búningar eru að sjálfsögðu mjög áberandi og verða oft sjálfkrafa anditi furry-samfélagsins, ekki ólíkt lukkudýrum (‘mascots’) sem eru persónuleg. Að klæðast slíkum búningum er í raun einskonar leiklist þar sem persónan verður ljóslifandi og það gefur mörgum mikið sjálfstraust. En búningar eru auðvitað ekkert skilyrði til þess að með. Ekki allir eiga slíka búninga vegna kostnaðar og vinnu sem fer í sköpun þeirra.

Svo er furry-samfélagið einstaklega opið fyrir LGBTQ, þú varla opnari eða vinalegri hóp af fólki.